05.02.1960
Sameinað þing: 13. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3643 í B-deild Alþingistíðinda. (1814)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

Forseti (FS):

Svo hljóðandi bréf hefur borizt frá forseta Ed.:

„Reykjavík, 4. febr. 1960. — Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Emil Jónssyni, formanni þingflokks Alþýðuflokksins:

„Þar sem Eggert G. Þorsteinsson, 10. þm. Reykv., er veikur og mun því ekki geta setið á Alþingi næstu vikur, er þess hér með óskað eftir beiðni hans með skírskotun til 138. gr. kosningalaganna, að varamaður hans, frú Katrín Smári, taki sæti hans á Alþingi í veikindaforföllum hans.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu Alþingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sigurður Ó. Ólafsson, forseti efri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Með bréfi þessu fylgir kjörbréf varaþingmannsins, Katrínar Smára, og verður nú gert hlé á fundinum í allt að 10 mínútur, meðan kjörbréfanefnd rannsakar kjörbréfið. — [Fundarhlé.]