29.02.1960
Sameinað þing: 19. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3644 í B-deild Alþingistíðinda. (1817)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

Forseti (FS):

Svofellt bréf hefur borizt frá forseta Nd.:

„Reykjavík, 29. febr. 1960. — Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Gísla Jónssyni, 1. þm. Vestf.:

„Með því að mér er nauðsynlegt að takast á hendur ferðalag til útlanda, sumpart í opinberum erindum og sumpart í erindum fyrir útveginn, og að ferðin muni taka nokkrar vikur, leyfi ég mér hér með að fara þess á leit, að þér, herra forseti neðri deildar Alþingis, veitið mér fjarvistarleyfi um óákveðinn tíma. Jafnframt óska ég þess, að herra ritstjóri Sigurður Bjarnason, sem er 1. varamaður Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, taki sæti mitt á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í sameinuðu Alþingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Jóhann Hafstein, forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Með bréfi þessu fylgir kjörbréf, gefið út af yfirkjörstjórn Vestfjarðakjördæmis til handa varaþingmanni Sigurði Bjarnasyni. — [Fundarhlé.]