15.03.1960
Sameinað þing: 23. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3646 í B-deild Alþingistíðinda. (1824)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman á fund og rætt þau erindi, er forseti áðan skýrði frá að fyrir fundinum lægju: Í fyrsta lagi kjörbréf Unnars Stefánssonar viðskiptafræðings, sem óskað er að mæti sem varamaður Guðmundar Í. Guðmundssonar, sem nú situr fund um réttarreglur á hafinu sem formaður íslenzku sendinefndarinnar í Genf. Og í öðru lagi bréf frá forseta Ed., þar sem farið er fram á, að Bjarni Guðbjörnsson bankastjóri taki sæti Hermanns Jónassonar, 2. þm. Vestf., er situr fund sömu ráðstefnu.

Fyrir fundinum lágu kjörbréf beggja þessara varamanna, og mælir n. einróma með, að kosning þeirra sé tekin gild og að kjörbréf þeirra verði samþ.