29.01.1960
Efri deild: 17. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 372 í B-deild Alþingistíðinda. (188)

43. mál, tollafgreiðslustöðvun

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Næstu daga mun ríkisstj. leggja fyrir Alþingi frv. til laga um aðgerðir í efnahagsmálum. Það þykir rétt nú eins og áður, þegar svipað hefur staðið á, að stöðva tollafgreiðslu á aðfluttum vörum, þangað til það frv. hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu.

Þetta frv. um bráðabirgðastöðvun á tollafgreiðslu var afgreitt nú áðan í Ed. við þrjár umræður. Það eru tilmæli mín til hæstv. forseta og hv. þdm., að þeir geti fallizt á þá málsmeðferð að afgreiða frv. hér við þrjár umræður í dag.