01.06.1960
Sameinað þing: 57. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3664 í B-deild Alþingistíðinda. (1934)

Þingvallanefnd

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Það stendur á dagskránni, að það eigi að kjósa þrjá alþm. í Þingvallanefnd, og mun það vera samkv. lögum um það efni. Nú vil ég vekja athygli á því, að einn þeirra manna, sem er á framkomnum lista, er varaþm. Það má vera, að það sé ekkert við það að athuga, en ég hygg, að það hafi undanfarið verið kjörnir aðalmenn í Þingvallanefnd, enda hefur verið miklu færra um varamenn á þingi áður. Ég vildi aðeins vekja athygli á þessu, hvort þetta væri alveg í samræmi við fyrirmæli um skipun þessarar nefndar.