04.12.1959
Efri deild: 10. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3667 í B-deild Alþingistíðinda. (1941)

Þingfrestun og setning þings að nýju

forseti (SÓÓ):

Þá er dagskrá þessa fundar tæmd. Næsti fundur deildarinnar verður að öllum líkindum ekki fyrr en að þinghléi loknu. Þó skal hafður sá fyrirvari á því, að ef mál skiptast á þann hátt, að nauðsynlegt verður að halda fund í d., þá mun það að sjálfsögðu verða gert.

Ég vil þakka hv. dm. fyrir ágæta samvinnu þann stutta tíma, sem þetta þing hefur starfað í þetta sinn, og ég vil einnig þakka skrifstofustjóra Alþingis fyrir ágæta samvinnu og lipurð mér sýnda sem forseta, og sömuleiðis þakka ég starfsliði Alþingis öðru alla góða samvinnu.

Ég óska öllum hv. alþm., sem nú eiga margir langt heim að sækja, góðrar heimferðar og gleðilegrar heimkomu. Ég óska öllum gleðilegra jóla og sömuleiðis fjölskyldum þeirra, og þeirri ósk fylgir ósk um farsælt og heillaríkt nýtt komandi ár. Og mættum við svo öll hittast hér aftur að þinghléi loknu heil til starfa að nýju.