07.12.1959
Neðri deild: 15. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3668 í B-deild Alþingistíðinda. (1945)

Þingfrestun og setning þings að nýju

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér fyrir hönd þingdeildarmanna að þakka hæstv. forseta fyrir góðar óskir í okkar garð. Ég vil um leið láta þá von í ljós, að samstarf okkar þingdeildarmanna við hæstv. forseta megi ætíð vera sem bezt. Ég vil taka undir óskir og þakkir hæstv. forseta til starfsfólks þingsins og leyfa mér, — og ég veit, að ég mæli þar fyrir munn allra hv. þdm., — að óska hæstv. forseta og hans fjölskyldu gleðilegra jóla og góðs nýs árs og að við megum sjá hann aftur heilan á húfi, þegar við mætumst hér eftir nýárið. Ég bið hv. þdm. að taka undir árnaðaróskir mínar til hæstv. forseta með því að risa úr sætum. — [Dm. risu úr sætum.]