08.04.1960
Neðri deild: 67. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3670 í B-deild Alþingistíðinda. (1958)

Þinghlé

Einar Olgeirsson:

Ég vil leyfa mér, — og ég veit, að ég mæli þar fyrir munn allra hv. þdm., — að þakka hæstv. forseta fyrir góðar óskir í okkar garð og okkar fjölskyldna. Ég vil leyfa mér að þakka honum fyrir okkar hönd ágætt samstarf og röggsama og réttláta fundarstjórn og óska honum og hans fjölskyldu alls góðs yfir þessa páskahátíð og að við megum sjá hann aftur hér heilan á húfi, þegar störf hefjast að nýju að henni lokinni. Ég vil biðja hv. þdm. um að taka undir óskir mínar til hæstv. forseta með því að rísa úr sætum. — [Dm. risu úr sætum.]