11.02.1960
Efri deild: 18. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 373 í B-deild Alþingistíðinda. (198)

55. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1960

Forsrh. (Ólafur Thors ):

Herra forseti. Með þessu frv., sem hér er til umræðu, er lagt til, að reglulegt Alþ. 1960 komi saman ekki fyrr en mánudaginn 10. okt. n.k., ef hæstv. forseti Íslands tiltekur ekki annan samkomudag fyrr á árinu. Það má segja, að þetta frv. sé gamall kunningi, það hefur komið fram á undanförnum árum, öllum hinum síðari. Aths., sem fylgir frv., gerir grein fyrir ástæðum þess. Reglulegur samkomudagur Alþingis á að vera eigi síðar en 15. febr. Þessu þingi, sem nú situr, verður þá, eins og allir vita, ekki lokið, og er þess vegna lagt til, að Alþ. komi saman ekki síðar en 10. okt.

Ég sé ekki ástæðu til að ræða þetta frv., vegna þess að öllum er ljóst efni þess og þekkja öll þau fordæmi, sem fyrir því eru. Ég hefði viljað mælast til, að það væri afgr. nefndarlaust, ef enginn mælir því gegn, en ef einhver er mótfallinn, þá þarf það engum að gera neitt mein, því að frv. þarf ekki að verða afgr. fyrr en svo, að fyrir 15. febr. hafi það öðlazt lagagildi. Vil ég þess vegna, herra forseti, leyfa mér að mælast til, að það fengi nú afgreiðslu á 3 fundum í röð, nema ef einhver mælir því gegn, þá fer það væntanlega til allshn. Allur er varinn góður. Ef mönnum fyndist það, þá mætti það fara til allshn.