05.02.1960
Neðri deild: 23. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 517 í B-deild Alþingistíðinda. (1988)

48. mál, efnahagsmál

Forseti (JóhH):

Það er nokkur vandi á höndum um meðferð þessa máls. Það er augljós hin brýna nauðsyn á því, að það geti farið í gegnum þingið með sem mestum hraða. Hins vegar er skiljanlegt, að þm. telji sig þurfa að hafa hæfilegan tíma til þess að fjalla um það. Það eru nú á mælendaskránni tveir, en ég hef hins vegar hugboð um, að fleiri mundu vilja kveðja sér hljóðs. Ég vil nú til þess að freista þess að ná nokkru samkomulagi um þessi tvö sjónarmið, sem ég nefndi áðan, gera örstutt hlé á þessum fundi, í 5–10 mín.