19.02.1960
Efri deild: 26. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1097 í B-deild Alþingistíðinda. (2082)

48. mál, efnahagsmál

Frsm. 1. minni hl. (Björn Jónsson):

Herra forseti. Ég verð að viðurkenna það, að þegar ég bar fram þá ósk, að þetta yrði borið upp í tvennu lagi, hafði ég ekki athugað nægilega, að till. hófst á þessum orðum: „28. gr. orðist svo“, heldur haft það í huga, að þetta gæti verið viðbót við gr. eins og hún nú er, eins og reyndar till. gæti verið, því að hún gæti verið styttri en þetta, því að það er orðrétt tekið upp í hana allt, sem er í gr., elns og hún nú er. En að þessu athuguðu og eins og málum er nú komið, þá sýnist mér, að það geti alls ekki samrýmzt eðlilegum fundarsköpum að skipta þessu í tvennt, og ég vildi biðja forseta að athuga það mjög vel, áður en hann úrskurðar, að það sé hægt, úr því sem komið er, að bera síðari liðinn sérstaklega upp. Ég tel það alls ekki hægt eðli málsins samkvæmt.