19.02.1960
Efri deild: 26. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1097 í B-deild Alþingistíðinda. (2083)

48. mál, efnahagsmál

Forseti ( SÓÓ ):

Við nánari athugun á þessu er það þannig, að með því að bera tillöguna upp í tvennu lagi og ef seinni hlutinn yrði samþ., þá mundi hann ekki falla við frvgr., eins og hún er, og spurning, hvort hægt væri að líta á síðari lið hennar sem viðauka við gr. Að þessu athuguðu álit ég rétt að bera nú till. upp alla í einu lagi, ef hv. dm. hafa ekki neitt við það að athuga. (Gripið fram i: Það má e.t.v. segja, en spurningin er, hvort það sé ekki hægt með góðum vilja.) Hafa deildarmenn á móti því, að gr. verði borin upp í einu lagi, eftir að þetta hefur komið í ljós? Ef enginn hreyfir mótmælum við því, þá mun ég bera brtt. upp í einu lagi. (Gripið fram i: Ég held það verði eins og með Chessmann, við drepum hana tvisvar. ) Það er ekki neitt haft á móti því. Hv. 1. flm. óskar eftir nafnakalli og verður orðið við því.