25.05.1960
Efri deild: 84. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í C-deild Alþingistíðinda. (2143)

81. mál, Hjúkrunarkvennaskóli Íslands

Frsm. meiri hl. (Kjartan J. Jóhannsson):

Herra forseti. Eins og fram kemur í nál. meiri hl., leggjum við til, að frv. sé afgreitt með rökst. dagskrá, eins og segir á þskj. 505. Rökstuðningur fyrir því kemur fram í nál., og til viðbótar við það vil ég aðeins leyfa mér að lesa hér efnislega umsögn landlæknis, en n. sendi það til hans til umsagnar. Með leyfi forseta — hljóðar umsögnin svo:

„Endurskoðun á löggjöf um hjúkrunarnám hefur verið á döfinni undanfarið, þótt ekki sé henni lokið. Í frv. því, sem hér liggur fyrir, felast engar aðkallandi brtt. og endurskoðun löggjafarinnar á miklu víðara grundvelli yrði að fara fram jafnt fyrir því, þótt það yrði samþykkt. Ég tel því ástæðulaust að gera neinar aths. við einstakar gr. frv., en lýsi mig af ofangreindum ástæðum andvígan samþykkt þess.

Sigurður Sigurðsson.“

Meiri hl. n. fellst á þennan rökstuðning landlæknis og leggur til að vísa málinu frá með rökst. dagskrá.