26.11.1959
Efri deild: 3. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 123 í C-deild Alþingistíðinda. (2210)

7. mál, gjaldaviðauki 1960

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Þetta frv. er shlj. lögum nr. 70 frá 1958 um sama efni. Þessar heimildir hafa verið framlengdar óbreyttar undanfarin ár, en skv. þeim má innheimta með tilteknum viðaukum og álagi, eins og greinir nánar í 1. gr., vitagjald, stimpilgjald, lestagjald, skoðanagjöld af skipum og gjald af innlendum tollvörutegundum.

Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og fjhn.