15.02.1960
Efri deild: 22. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 377 í B-deild Alþingistíðinda. (223)

39. mál, almannatryggingar

Frsm. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Við 1. umr. um mál þetta gerði hæstv. félmrh. grein fyrir því, að frv. það, sem hér liggur fyrir um breyt. á almannatryggingalögum, sé flutt til staðfestingar á brbl., sem gefin voru út í des. s.l. Efni frv. er það eitt, að ráðh. sé heimilt að fresta ákvörðun framlaga og iðgjalda til almannatrygginganna á árinu 1960 samkv. 24. og 25. gr. laganna, þar til fjárlög fyrir árið 1960 hafa verið sett. Brbl. voru sett sökum þess, að þá þótti nokkurn veginn sýnt, að verulegar breyt. yrðu gerðar á almannatryggingalögunum, þótt ekki væri þá til fulls ráðið, með hverjum hætti þær yrðu. Í 24. og 25. gr. þessara l. er ákveðið, að iðgjaldagreiðsla til trygginganna skuli ákveðin fyrir áramót hverju sinni, en vegna þeirra fyrirhuguðu breyt. á l., sem ég gat um, var ekki hægt að þessu sinni að ákveða iðgjöldin fyrir þann tíma, og voru brbl. því gefin út, sem heimiluðu að fresta ákvörðun þessari, þar til fjárlög hefðu verið sett.

Heilbr.- og félmn. hefur athugað frv. og komizt að þeirri niðurstöðu einróma, eins og fram kemur í nál. á þskj. 96, að leggja til, að það verði samþ. óbreytt eins og það kom frá hv. Nd.