26.11.1959
Efri deild: 3. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 175 í C-deild Alþingistíðinda. (2249)

10. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Í frv. því, sem hér liggur fyrir, er gert ráð fyrir, að framlengd verði óbreytt fyrir árið 1960 ákvæði um innflutningsgjald af benzíni, álag á bifreiðaskatt og innflutningsgjald af hjólbörðum og gúmmíslöngum. Að grunni eru þessi gjöld ákveðin með lögum frá 1949, en 1956 voru þau hækkuð nokkuð, og hafa gjöldin haldizt óbreytt síðan og verið framlengd frá ári til árs. Með þessu frv. er farið fram á framlengingu þeirra til næsta árs. —- Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og fjhn.