01.06.1960
Sameinað þing: 57. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 164 í D-deild Alþingistíðinda. (2730)

144. mál, flugsamgöngur

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Hv. allshn. sýndi mér þá vinsemd að kalla mig á sinn fund. þegar hún ræddi þessa tillögu, og skýrði hún mér frá því, að hún hefði hugsað sér að flytja við hana brtt. þá, sem hér er til umræðu á þskj. 536.

Þetta er smávægileg efnisbreyting, og hún skiptir litlu máli. Hún fjallar aðeins um það, að sú athugun, sem hér er gert ráð fyrir, nái einnig til annarra tegunda flugvéla, sem sama verksmiðja framleiðir. Ég hafði að sjálfsögðu ekkert við þessa brtt. að athuga og er henni algerlega samþykkur.

Ég vil svo þakka hv. allshn. fyrir það að notfæra sér óvenjulegt og sérstakt tækifæri, sem henni gafst til að athuga þetta mál og kynna sér það sem bezt. Það hefur nefndin gert, og ég endurtek þær þakkir mínar.