27.05.1960
Sameinað þing: 54. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 182 í D-deild Alþingistíðinda. (2771)

177. mál, skaðabætur vegna endurbóta á vegakerfi landsins

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hæstv. ráðh. fyrir þær upplýsingar, sem hann gaf hér áðan. Eins og ég gat um í framsöguræðu minni, hefur bæjarstjórn Akraness gert ályktun í málinu, og þykir mér það skjóta skökku við, ef ákvörðun hæstv. ríkisstjórnar hefur verið tekin, áður en bæjarstjórnin gerði sína ályktun, ef engir af bæjarfulltrúunum á Akranesi hafa þá vitað um málið. Hins vegar gat ég þess, að mér væri kunnugt um, að að þessu máli væri unnið, og það, sem hér væri um að ræða, væri aðeins það að hraða framkvæmdinni meira en þeir þar efra gerðu ráð fyrir að gert væri ella. Hins vegar er það í bezta lagi, ef framkvæmd verður eins og gert er ráð fyrir í þessari till., þ.e.á næsta ári.