01.06.1960
Sameinað þing: 57. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 202 í D-deild Alþingistíðinda. (2818)

27. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Frsm. meiri hl. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Till. þessi er þess efnis, að Alþ. ályktar að fela ríkisstj. að útvega fiskveiðasjóði sem fyrst það lánsfé, sem stjórn sjóðsins telur nauðsynlegt, til þess að bæta úr brýnustu þörfum.

Samkvæmt upplýsingum, sem allshn. hefur fengið frá stjórn sjóðsins, hafa farið fram viðræður milli sjóðsstjórnarinnar og ríkisstj. um þessi mál, og segir stjórn fiskveiðasjóðs enn fremur, að henni sé kunnugt um, að málið sé til meðferðar hjá hæstv. ríkisstj. Með tilliti til þessara upplýsinga leggur meiri hl. allshn. til, að till. verði vísað til ríkisstj.