11.05.1960
Sameinað þing: 48. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 267 í D-deild Alþingistíðinda. (2895)

35. mál, Siglufjarðarvegur ytri

Einar Ingimundarson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. fjvn. fyrir fyrirgreiðslu hennar við afgreiðslu þessarar þáltill. Ég játa það að vísu hreinskilnislega, að ég hefði eindregið óskað þess, að orðalag það, sem n. vill hafa á till., hefði verið meira í samræmi við efni hennar, eins og það upprunalega var, þ.e.a.s., að ríkisstj. yrði falið að athuga möguleika á öflun lánsfjár til þessarar nauðsynlegu framkvæmdar, þ.e.a.s. Siglufjarðarvegar ytri eða svokallaðs Strákavegar. Hitt játa ég einnig, að ég tel nauðsynlegt, að framkvæmdaáætlun verði gerð um vegarlagningu fyrir Stráka og Ólafsfjarðarmúla þá einnig með það fyrir augum að ljúka vegargerðum þessum svo fljótt sem auðið er, eins og segir í till. hv. n. Og í trausti þess, að hæstv. ríkisstj. veiti liðsinni sitt til þess, að suðið verði að ljúka þessum vegaframkvæmdum sem fyrst, get ég fyrir mitt leyti samþykkt þessa afgreiðslu hv. n., þótt ekki sé ég alls kostar ánægður með hana, eins og ég áður tók fram. Frá mínu sjónarmiði er það aðalatriði, að framkvæmdir við þessar vegargerðir stöðvist ekki, og víst er um það, að þeim mun ekki verða lokið á eðlilegum tíma nema með lántökum, og ég sé ekki, að slíkar lántökur geti orðið framkvæmanlegar nema a.m.k. að einhverju leyti fyrir atbeina og fyrir tilstilli hæstv. ríkisstjórnar.