01.06.1960
Sameinað þing: 57. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 282 í D-deild Alþingistíðinda. (2906)

35. mál, Siglufjarðarvegur ytri

Forseti (SÁ):

Ég vil svara fsp. hv. 11. landsk. Það er síður en svo, að hv. fjvn. eigi nokkra sök á því, að þetta mál hefur ekki verið tekið á dagskrá. Við höfum í dag 20 mál á dagskrá, og eru ábyggilega önnur 20, sem eiga rétt á því að koma á dagskrá. Nú er komið að þingslitum, svo að ég tel ekki líklegt, að það sé hægt að afgreiða öll þessi mál, og það er ástæðan fyrir því, að þetta mál, sem hv. þm. ræddi um, var ekki tekið á dagskrá í dag.