01.06.1960
Sameinað þing: 57. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 282 í D-deild Alþingistíðinda. (2907)

35. mál, Siglufjarðarvegur ytri

Ólafur Jóhannesson:

Herra forseti. Mér finnst þetta ekki fullnægjandi svar. Ég óska eftir svar um það, hvers vegna þetta mál er ekki tekið á dagskrá, en aftur á móti mörg önnur mál, sem miklu seinna eru fram komin, en þetta látið sitja á hakanum. Það er rétt hjá hæstv. forseta, að það líður að þinglausnum og þess vegna augljóst, að það verður erfitt um afgreiðslu þeirra mála, sem ekki eru nú tekin á dagskrá. Þess vegna spyr ég hæstv. forseta: Vill hann gefa yfirlýsingu nú um það, að þetta mál verði tekið á dagskrá sameinaðs þings, áður en þingi lýkur, og það afgreitt svo sem eðlilegt er?