03.12.1959
Sameinað þing: 11. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 376 í D-deild Alþingistíðinda. (3079)

31. mál, lántaka vegna togarakaupa

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Það er spurt, hver lán hafi verið tekin erlendis til togarakaupa samkv. lögunum um togarakaup ríkisins. — Þessi lög eru frá 1956, nr. 94, og því er til að svara, að ríkisstj. hefur engin lán tekið samkv. þessum lögum frá 1956, um togarakaup ríkisins. Á hinn bóginn hefur með tilvitnun til þessara laga verið veitt ríkisábyrgð á lánum, sem eftirgreindir aðilar hafa tekið vegna kaupa á togurum: 1) Fylkir h/f, það er í sterlingspundum, 110538. 2) Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, það lán er í þýzkum mörkum að upphæð 2 millj. 580 þús. 3) Guðmundur Jörundsson, þýzk mörk, 3 millj. 411 þús. 4) Ísfell h/f, það eru þýzk mörk, 3948300. 5) Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness h/f, þýzk mörk, 3948300. 6) Ísbjörninn h/f, þýzk mörk, 3729360.