04.05.1960
Sameinað þing: 46. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 461 í D-deild Alþingistíðinda. (3193)

908. mál, efnahagsmál sjávarútvegsins

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Það er út af 3. lið í 7. fsp., sem ég vildi víkja aðeins að með nokkrum orðum. Hæstv. sjútvmrh. gat þess, að ríkisstj. hefði mælzt til þess við gjaldeyrisbankana að greiða fyrir þeim mönnum, er yfirfæra þurfa andvirði báta, sem keyptir hafa verið erlendis, og sagði hann, að bankarnir hefðu greitt götu ýmissa þessara manna. Ég vil spyrja hæstv. ráðherra: Á hvern hátt hafa bankarnir greitt götu þessara manna? Hafa þeir veitt viðbótarlán, eða á hvern annan hátt hefur gata þessara manna verið greidd?