27.05.1960
Sameinað þing: 54. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 495 í D-deild Alþingistíðinda. (3259)

914. mál, skaðabótakröfur á hendur ríkissjóði

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Tilraun hv. 1. þm. Austf. (EystJ) til þess að bera blak af hv. fyrirspyrjanda var mjög misheppnuð. Hann lagði hv. fyrirspyrjanda í munn allt önnur orð en þau, sem hann viðhafði. Það, sem hv. fyrirspyrjandi sagði og ég gagnrýndi harðlega, var, að þetta mál mundi ekki hafa fengið nægilega athugun í gerðardóminum og viðbúið, að allt önnur niðurstaða hefði fengizt í hæstarétti við nánari athugun málsins, Nú er það vitanlegt, að það eru þessir hinir sömu hæstaréttardómendur, sem mundu að sjálfsögðu dæma um málið í hæstarétti, og ummæli þessa hv. þm. sögðu því það beinlínis, að hinir þrír hæstaréttardómendur í gerðardóminum hefðu alls ekki athugað málin nægilega vel ofan í kjölinn og þess vegna væri dómur þeirra væntanlega að litlu hafandi. Slíkum ummælum vil ég ekki láta vera ómótmælt.