03.02.1960
Sameinað þing: 11. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 498 í D-deild Alþingistíðinda. (3270)

915. mál, afkoma útflutningssjóðs

Sjútvmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Mér þykir leitt, að ég vissi ekki fyrr en ég kom á fundinn, að þetta mál yrði tekið hér fyrir, og hef þess vegna ekki undirbúið mig undir það að svara því. Hins vegar skal ég lofa hv. þm. því, að ég skal hafa þetta til á næsta fundi, sundurliðuð svör við öllum þessum fjórum fsp.

En út af því, sem hv. þm. sagði að öðru leyti um það, að ef til vill mundi ekki lengur vera tímabært að spyrja á þá leið, sem hér er gert, vegna þess að efnahagsráðstafanirnar, sem spurningarnar eru bornar fram í sambandi við, mundu nú vera ráðnar, þá er því til að svara, að væntanlega verður frv. um þær lagt fram hér á Alþingi í dag. Í grg. fyrir því frv. felast að nokkru leyti svör við þeim spurningum, sem hér eru settar fram. En ef hv. þm. óskar eftir því, að þeim sé svarað eins og spurningar á þessu þskj. eru settar fram, þá skal ég að sjálfsögðu gera það, næst þegar máliðverður tekið á dagskrá, En ég vil endurtaka það, að ég hafði ekki séð dagskrána. þegar ég kom hingað niður eftir, og gat þess vegna ekki undirbúið mig undir að svara þessari fyrirspurn hv. 1. þm. Austf.