25.03.1960
Neðri deild: 55. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1462 í B-deild Alþingistíðinda. (366)

41. mál, framleiðsluráð landbúnaðarins

Gunnar Gíslason:

Herra forseti. Frv. um breyt. á framleiðsluráðslögunum kemur hér á dagskrá enn á ný vegna breyt., sem gerð var á því í hv. Ed. Þessi breyting var samþ. þar ágreiningslaust, enda er hér aðeins um það að ræða, að það er verið að samræma þessi lög við ákvæði í lögum um efnahagsmál, sem þingið afgreiddi nú ekki alls fyrir löngu, en eftir að þetta frv. var til meðferðar hér í hv. deild. Í 6. gr. frv., — en breyt. er við þá grein; eins og það lá fyrir hér í vetur, var svo ráð fyrir gert, að breyta mætti afurðaverði til framleiðenda og söluverði landbúnaðarvara vegna breytinga á kaupgreiðsluvísitölu. Nú er þessu ekki lengur til að dreifa, og er breyt. á frv., sem gerð var í Ed., til samræmis við það.