23.03.1960
Neðri deild: 53. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1774 í B-deild Alþingistíðinda. (467)

65. mál, almannatryggingar

Forseti (JóhH):

Það hefði verið æskilegt vegna annars annríkis í þinginu, að þessi umr. yrði ekki mjög löng, og ég vil sérstaklega geta þess, að hæstv. félmrh, gat ekki af öðrum ástæðum verið viðstaddur. Að sjálfsögðu felast ekki í þessu nein tilmæli til hv. frsm. heilbr.- og félmn. að stytta mál sitt, því að þeir hafa um margþætt mál að fjalla, en aðrir hv. þm. mundu kannske vilja taka nokkurt tillit til þess, og væntanlega verður að fresta fundinum, áður en mjög langt um líður.