25.03.1960
Neðri deild: 55. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1827 í B-deild Alþingistíðinda. (487)

65. mál, almannatryggingar

Frsm. 2. minni hl. (Hannibal Valdimarsson):

Herra forseti. Þó .að svo færi í gær, að allar þær brtt., sem ég fyrir hönd Alþb, flutti við tryggingafrv., væru felldar, vil ég þó einnig í dag freista þess að bera fram tvær brtt., sem eru á þskj. 236.

Það er í fyrsta lagi sú brtt., sem ég flutti í gær við 3. gr. Í henni fólust 4 breyt.: í fyrsta lagi hækkun ellilífeyris úr 14400 í 16000 kr. og úr 10800 á öðru verðlagssvæði í 16000, í öðru lagi, að 10% af lífeyrinum mættu gamalmenni og öryrkjar, sem dveldust á hæll, fá til eigin nota, í þriðja lagi, að hjón fengju lífeyri sem tveir einstaklingar, og í fjórða lagi, að vísitala kæmi á lífeyrisgreiðslurnar. Nú ber ég fram till. um það, af því að ég vil fá sérstaka atkvgr. um það og þannig skýra vitneskju um, hver afstaða alþm, er til þess atriðis út af fyrir sig, að vísitala komi á lífeyri. Þessa till. ber ég fram nú við 3. gr.

Við 6. gr. var það einnig svo, að fleiri efnisatriði fólust í þeirri till., sem kom til atkv. í gær, en þá var meginbreyt. mín við 6. gr. sú, að barnalífeyrir skyldi vera 2/3 af þeirri upphæð, sem ég miðaði þá við, 16000 kr. Nú er búið að ákveða það með atkvgr. hér í hv. d., að lífeyrisupphæðin verði 14400 kr., og vil ég þá halda mig við það, að barnalífeyrir skuli vera 2/3 af fullum lífeyri, eins og hann verður ákveðinn af Alþingi, og verður það þá í þessu tilfelli 2/3 af 14400 kr. Till, fjallar um það.

Hef ég tekið þessi tvö efnisatriði út úr, eins og ég segi, af því að ég vil fá alveg skýra mynd af því, hverjar skoðanir hv. alþm. séu um þessi tvö atriði.