30.11.1959
Efri deild: 5. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 84 í B-deild Alþingistíðinda. (55)

16. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði 1960

Alfreð Gíslason læknir:

Herra forseti, Ég lít svo á, eins og ég hef áður sagt, að hæstv. ríkisstj. hafi á vítaverðan hátt vanrækt skyldu sína með því að hafa ekki þegar lagt fyrir Alþingi brbl. fyrrverandi stjórnar um festingu búvöruverðs.

Ég lít svo á, að nauðsyn hafi borið til, að Alþingi fjallaði um mál þetta allt frá grunni og setti nýja löggjöf um búvöruverð. Þetta hefur verið vanrækt, og er það sök hæstv. ríkisstj. og stuðningsflokka hennar á þingi.

Ég skoða fram komna brtt. á þskj. 32 sem tilraun til þess að þvinga fram ákvörðun í þessu máli, sem ekki getur beðið lengur óleyst að mínum dómi. Þess vegna greiði ég till. atkvæði og segi já.