06.04.1960
Efri deild: 55. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1969 í B-deild Alþingistíðinda. (589)

111. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Alfreð Gíslason læknir:

Herra forseti. Í þessari frumvarpsgrein felst, að tryggður verður það hár persónufrádráttur, að þurftarlaun verða undanþegin tekjuskatti. Þessu ákvæði er ég eindregið fylgjandi. Að öðru leyti felur greinin í sér óhæfilegar eftirgjafir á tekjuskatti hátekjumanna, og er ég með öllu andvígur því. Þar sem þessi tvö óskyldu ákvæði eru fastbundin hvort öðru í gr. og borin undir atkv. í einu lagi, er mér fyrirmunað að fylgja fram skoðun minni á ákvæðum gr. með atkvgr. með eða móti, og því greiði ég ekki atkv.