29.04.1960
Efri deild: 67. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 2062 í B-deild Alþingistíðinda. (674)

75. mál, jarðræktarlög

Páll Þorsteinsson:

Herra forseti. Þetta frv. er komið frá hv. Nd. og er hér til 3. umr. Eftir atkvgr. við 2. umr. að dæma má telja víst, að þetta frv. verði að lögum nú, þegar þessari umr. lýkur. En áður en frv. verður lögfest, vil ég beina einni fsp. í sambandi við jarðræktarlögin til hæstv. landbrh., en hann er nú ekki staddur hér í d:, og vil ég mælast til, að hæstv. forseti hlutist til um, að hæstv. landbrh. verði gert aðvart um þetta, ef hann er hér í húsinu, það verður ekki til þess að tefja málið neitt að ráði. (Forseti: Ég skal verða við þessari beiðni. Ég hef látið grennslast eftir því, hvort ráðh. væri í húsinu, en hann kvað vera farinn, ekki staddur í þinginu.) Ég vil nú ekkert tefja þetta mál, en ætli það sé nokkuð í hættu, þó að umr. sé frestað á þessum fundi? (Forseti: Nei, ég sé ekki, að það sé sett í neina hættu, vegna þess að það er þá hægt að taka það fyrir á mánudaginn, strax á fundi þá; og ég skal verða við þeirri ósk hv. þm. að fresta því.)