03.03.1960
Neðri deild: 41. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 2069 í B-deild Alþingistíðinda. (723)

76. mál, veiting ríkisborgararéttar

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Þetta frv. er samið með sama hætti og slík frv. hafa verið gerð undanfarin ár og aðferðin sú, að lagt er til, að þeir fái ríkisborgararétt, sem fullnægja þeim skilyrðum, sem sett voru af allsherjarnefndum beggja þingdeilda í nál. 17. marz 1955. Nokkrar umsóknir munu ekki hafa verið taldar fullnægja þessum skilyrðum, en hv. n., sem fær málið til meðferðar, mun fá þær umsóknir einnig til athugunar, svo að hægt sé að ganga úr skugga um, að í þessu sé fullt samræmi. Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um málið, heldur legg til, að því verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.