16.05.1960
Efri deild: 78. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 2484 í B-deild Alþingistíðinda. (820)

131. mál, innflutnings- og gjaldeyrismál o.fl.

Frsm. 2. minni hl. (Karl Kristjánsson):

Herra forseti. Ég vil taka undir þær óskir, sem hafa komið fram um það að fresta málinu með tilliti til þessarar brtt., sem komið hefur fram, og gefa bæði fjhn., sem fjallað hefur um málið, og þd. tækifæri til þess að athuga það, þegar gengið er inn á, eins og í till., að gera undantekningar fyrir sérstaka grein iðnaðar, hvort aðrar greinar eru ekki eins þurfandi fyrir slíkar undantekningar. Ég sé ekki, að málinu liggi sérstaklega mikið á, einkum þegar tekið er tillit til þess, sem hæstv. ráðh, sagði hér áðan, að ekki er ætlunin að láta lögin ganga í gildi fyrr en í lok mánaðarins. Mér finnst þess vegna einboðið að hafa þau vinnubrögð á að athuga þessa till., áður en hún er tekin til afgreiðslu. Athuga það, hvort hún felur ekki í sér í raun og veru það, að fleira þurfi til að koma að því er þessa undanþágu snertir.