19.05.1960
Neðri deild: 84. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 2500 í B-deild Alþingistíðinda. (839)

131. mál, innflutnings- og gjaldeyrismál o.fl.

Forseti (JóhH):

Hv. 3. þm. Reykv. hefur óskað eftir, að ég fresti þessum umræðum, til þess að honum gefist kostur á að ræða við hæstv. viðskmrh. um þá skrifl. brtt., sem er flutt. Hann hefur ekki í umr. reifað neinn ágreining um þessa brtt. Ég geri þess vegna ráð fyrir, að það sé minni háttar atriði. Ég mundi vilja verða við þessari ósk að fresta fundi núna í stundarfjórðung, ef hv. þm. nægir sá tími til viðræðna við hæstv. ráðherra. [Fundarhlé.]