04.05.1960
Sameinað þing: 46. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 2563 í B-deild Alþingistíðinda. (947)

134. mál, fjáraukalög 1957

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. ríkisreikningurinn fyrir árið 1957 hefur verið endurskoðaður og prentaður, og fyrir Alþingi hefur verið lagt frv. til laga um samþykkt á þeim reikningi. Það frv. liggur fyrir hv. Ed. og er þar til athugunar í fjhn. Í samræmi við ríkisreikninginn og athugasemdir yfirskoðunarmanna hefur svo verið samið frv. það til fjáraukalaga, sem hér liggur fyrir, og legg ég til, að því sé vísað til 2. umr. og hv. fjvn.