14.12.1960
Efri deild: 37. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 63 í B-deild Alþingistíðinda. (104)

6. mál, heimild til að veita Friedrich Karl Lüder atvinnurekstrarleyfi á Íslandi

Frsm. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv, það, sem hér um ræðir á þskj. 6, er nánast staðfesting á brbl., sem gefin voru út 14. júní s.l. Iðnn. hefur yfirfarið þetta frv., og eins og í nál. hennar segir á þskj. 195, þá mælir n. einróma með samþykkt frv.

Efni þess er, eins og frá er greint í grg., það að veita Þjóðverja að nafni Friedrich Karl Lüder atvinnurekstrarleyfi í Hafnarfirði til vinnslu hraunefnis.

Iðnn. mælir einróma með því, að frv. verði samþykkt óbreytt.