10.03.1961
Neðri deild: 73. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1347 í B-deild Alþingistíðinda. (1339)

158. mál, sóknargjöld

Frsm. (Birgir Kjaran):

Herra forseti. Fjhn. deildarinnar hefur haft þetta mái til athugunar. Frv. er flutt að beiðni kirkjumrh., og að efni til er meginbreyting frá fyrri lögum sú, að heimild sóknarnefnda til þess að hækka sóknargjöldin er samkv. frv. þessu hækkuð úr 36 kr. í 100 kr. Nefndin hefur orðið sammála um að mæla með þessu frv. Einn nefndarmanna, Einar Olgeirsson, tók ekki þátt í þeirri atkvgr., en meiri hl. vill mæla með því við hv. deild, að frv. verði samþ. óbreytt.