17.01.1961
Neðri deild: 45. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1377 í B-deild Alþingistíðinda. (1459)

126. mál, matreiðslumenn

Frsm. (Jónas G. Rafnar):

Herra forseti. Frv. þetta er flutt af hv. iðnn. samkv. beiðni Félags matreiðslumanna og Matsveinafélags Sjómannasambands Íslands. Frv. shlj. þessu var flutt á Alþ. 1957 og 1958 og á síðasta Alþingi, en var þá ekki afgreitt. Nm, hafa óbundnar hendur um afstöðu sína til frv. Á síðasta þingi fékk n. umsagnir um frv. frá matsveina- og veitingaþjónaskólanum, Matsveinafélagi Sjómannasambands Íslands, Félagi matreiðslu- og framreiðslumanna, Skipaútgerð ríkisins og skipafélögunum. N. mun nú aftur athuga þessar umsagnir fyrir 2. umr.

Að lokinni þessari umr. óska ég eftir því, að frv. verði vísað til 2. umr.