27.03.1961
Sameinað þing: 57. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1569 í B-deild Alþingistíðinda. (1585)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (FS):

Þessar útvarpsumræður — eldhúsumræður — fara þannig fram, að hver þingflokkur hefur til umráða 50 mín., sem skiptast í tvær umferðir, hin fyrri 25–30 mín. og hin síðari 20–25 mín., þannig að samtals verði það 50 mín.

Röð flokkanna er þessi: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur.

Ræðumenn verða þessir: Fyrir Framsfl.: Ingvar Gíslason, Halldór E. Sigurðsson, Jón Skaftason, Vilhjálmur Hjálmarsson. Fyrir Sjálfstæðisfl.: Bjarni Benediktsson, Matthías Á. Mathiesen, Gísli Jónsson, Jón Árnason. Fyrir Alþb.: Karl Guðjónsson, Gunnar Jóhannsson, Geir Gunnarsson. Fyrir Alþfl.: Guðmundur Í. Guðmundsson, Birgir Finnsson.

Umræðan hefst þá með því, að fyrri ræðumaður Framsfl. í þessari umferð, hv. 4. þm. Norðurl. e., Ingvar Gíslason, tekur til máls.