16.11.1960
Sameinað þing: 14. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1720 í B-deild Alþingistíðinda. (1632)

Fyrirspurninr um stórnarráðstafanir

Forsrh. (Ólafur Thors):

Aðeins örstutt athugasemd, herra forseti. Heyrði ég það ekki rétt hjá hv. þm., að hann hafi sagt, að hann hafi ekki verið að semja við Breta, heldur aðeins að tala við NATO, að við vildum gera „lítils háttar tilslakanir“ gagnvart NATO, ef þeir vildu að öðru leyti fallast á okkar aðgerðir? Er það ekki rétt eftir haft? (HermJ: Hvaða skrípaleikur, eins og allir viti ekki, að Bretar eru í NATO.) Nei, ég er ekki að spyrja um það, ég er að spyrja, hvort setningin sé ekki rétt eftir höfð. (HermJ: Ég er búinn að svara.) Ég er nú ekkert æstur, enda þarf ég þess ekki, en ég vil bara minna á það, að fyrir utan það, sem hv. þm. virðist vita, að Bretar eru í NATO, þá var ég aðeins að spyrja um orðatiltækið, hvort það væru „lítils háttar tilslakanir“, sem hann bauð. Það, sem hann kallar lítils háttar tilslakanir, þegar hann býður það, kallar hann landráð og föðurlandssvik, ef er rætt um eitthvað svipað af öðrum mönnum. Það var það, sem ég var að spyrja um.