06.12.1960
Neðri deild: 33. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1727 í B-deild Alþingistíðinda. (1640)

Fyrirspurninr um stórnarráðstafanir

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Það er rétt, sem hv. fyrirspyrjandi sagði hér áðan, að ég mun hafa tekið það fram á þessu hausti, að ég ætlaðist til, að sjóðir landbúnaðarins gætu lánað að þessu sinni eins og áður. Þar af leiðir, að það er óþarft fyrir hv. fyrirspyrjanda að vera að spyrja um það nú, úr því að áður hafði verið gefin yfirlýsing um þetta. Það getur vel verið, að hv. fyrirspyrjanda finnist vera orðið nokkuð áliðið. Það mun vera í dag 6. des., en ég man nú fyrri árin, að það hefur verið komið nokkuð fram í desember, þegar þessir sjóðir hafa getað veitt lán undanfarið, og ég hygg, að hv. fyrirspyrjandi fylgist enn það með í Búnaðarbankanum, að hann viti, að starfsfólk bankans hefur undanfarnar vikur verið að vinna að þessum málum eins og áður.