07.12.1960
Sameinað þing: 21. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1743 í B-deild Alþingistíðinda. (1671)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (FS):

Mér hefur borizt svofellt bréf frá forseta Nd.:

Reykjavík, 6. des. 1960.

Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Gísla Jónssyni, 1. þm. Vestf.:

„Með því að ég er á förum til Danmerkur til þess að mæta á fundum í sambandi við Norðurlandaráð, óska ég þess, að herra ritstjóri, Sigurður Bjarnason, varamaður minn, taki sæti mitt á Alþingi frá og með 7. þ.m.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt. Jóhann Hafstein, forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs þings.“

Kjörbréf þessa varaþm. hefur áður verið rannsakað, og tekur hann nú sæti á þingi samkv. þessu, og býð ég hann velkominn.