17.01.1961
Sameinað þing: 31. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1744 í B-deild Alþingistíðinda. (1674)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (FS):

Svofellt bréf hefur borizt frá forseta neðri deildar:

„Reykjavík, 16. jan. 1961.

Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi símskeyti frá Alfreð Gíslasyni, 8. landsk. þm.:

„Vegna anna við embætti mitt mun ég ekki geta sótt þing um skeið. Óska eftir, að varamaður minn verði látinn taka sæti mitt á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt. með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu Alþingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Jóhann Hafstein,

forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs þings“

Varamaður er Jón Kjartansson sýslumaður í Vík, og með bréfi þessu fylgir kjörbréf hans, gefið út af landskjörstjórn 9. nóv. 1959. Hlé verður gert á þessum fundi í allt að 10 mín., meðan kjörbréfanefnd rannsakar kjörbréfið. —[Fundarhlé.]