08.02.1961
Sameinað þing: 37. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1746 í B-deild Alþingistíðinda. (1678)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman á fund og athugað kjörbréf fyrir Pál Metúsalemsson bónda á Refsstað í Vopnafirði, sem er þriðji varaþm. Framsfl. í Austurlandskjördæmi, en eftir því er óskað, að hann taki sæti í forföllum 1. þm. Austf., Eysteins Jónssonar.

Kjörbréfanefnd hefur ekkert fundið athugavert við þetta kjörbréf og leggur því til, að kjörbréfið sé samþ. og kosningin tekin gild.

Það skal fram tekið, að fyrir liggja símskeyti frá 1. og 2. varaþm. Framsfl. í þessu kjördæmi, þar sem þeir tilkynna forföll sín, en þar sem þessum skeytum var áðan lýst af forsetastóli, tel ég ekki ástæðu til að lesa þau upp.