19.12.1960
Efri deild: 44. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1756 í B-deild Alþingistíðinda. (1715)

Starfsmenn þingsins

Karl Kristjánsson:

Herra forseti. Ég veit, að ég mæli aðeins það, sem í hug allra hv. dm. býr, þegar ég leyfi mér nú að þakka hæstv. forseta fyrir hans hlýlegu kveðjuorð, og ég þakka honum fyrir forstöðu hans fyrir deildinni, stjórn funda, sem bæði hefur verið skipuleg, liðleg og réttlát. Ég óska honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Ég óska honum góðrar heimferðar og lýsi þeirri ósk, að ég vænti þess, að hann komi aftur heill til þings að hléi þessu loknu.

Ég bið ykkur, hv. þingdeildarmenn, að taka undir þessar kveðjur til forsetans og fjölskyldu hans með því að rísa úr sætum. — [Dm. risu úr sætum.]