28.03.1961
Neðri deild: 87. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1759 í B-deild Alþingistíðinda. (1732)

Þingsetning

Einar Olgeirsson:

Ég vil leyfa mér, — og ég veit ég mæli þar fyrir hönd allra hv. þingdeildarmanna, — að þakka hæstv. forseta fyrir góðar óskir í okkar garð. Ég vil um leið leyfa mér að þakka honum, — og þær þakkir gilda líka um aðalforseta og 2. varaforseta deildarinnar, — fyrir gott samstarf við okkur þingmenn og fyrir röggsama og réttláta fundarstjórn. Ég vil leyfa mér að vona, að við eigum eftir að sjást aftur, þegar þing kemur saman að nýju, bæði núverandi aðalforseti og varaforsetar deildarinnar, að við megum hitta þau aftur heil á húfi öllsömul, og vil færa óskir allra þdm. til allra forsetanna þriggja og þeirra fjölskyldna, að þeim megi sem bezt vegna. Ég vil leyfa mér að biðja hv. þdm. um að gera svo vel að taka undir óskir mínar til hæstv. forseta með því að rísa úr sætum. — [Dm. risu úr sætum.]