02.03.1961
Efri deild: 68. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 198 í C-deild Alþingistíðinda. (1895)

8. mál, Iðnaðarmálastofnun Íslands

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Iðnaðarmálastofnun Íslands hefur nú starfað nokkur ár, og er tímabært að setja um hana fastari og ákveðnari reglur en hingað til hafa gilt. Það er gert með því frv., sem hér liggur fyrir, og þá í meginatriðum gert ráð fyrir, að fyrirkomulag stofnunarinnar og starf verði svipað og það hefur verið. Sú aðalbreyt. er á gerð, að ætlazt er til, að Vinnuveitendasamband Íslands og Alþýðusamband Íslands fái fulltrúa í stofnuninni. Vona ég, að það geti ekki verið ágreiningur um, að eðlilegt sé, að tvær stofnanir, sem eru fulltrúar svo þýðingarmikilla aðila, er þetta mál varða, eigi með eðlilegu móti kröfu til þess að taka þátt í stjórn stofnunarinnar.

Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta mál, sem er búið að fá afgreiðslu í Ed. Legg ég til, að því verði vísað til 2. umr. og hv. iðnn.