07.12.1960
Sameinað þing: 22. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 195 í B-deild Alþingistíðinda. (193)

1. mál, fjárlög 1961

Frsm. samvn. samgm. (Sigurður Ágústsson):

Herra forseti. Á þskj. 174 leggur samvinnunefnd samgöngumála fram nál. sitt, þar sem hún gerir tillögur um framlög úr ríkissjóði til flóabáta og vöruflutninga fyrir árið 1961. Nm. allir hafa skrifað undir nál., en einn nm., hv. 5. þm. Norðurl. v., með fyrirvara.

Framlög til hinna ýmsu flóabáta og vöruflutninga leggur n. til að verði að mestu þau sömu og veitt hafa verið úr ríkissjóði á árinu, sem er að líða. Þó eru tvær undantekningar. N. leggur til, að tillag til Norðurlandsbáts hækki um 90 þús. kr. og að Patreksfjarðarbátur verði hækkaður um 6500 kr. Á þessu ári voru veittar 10000 kr. til Arnarfjarðarbáts, en að fengnum upplýsingum telur n. ekki þörf á framlagi til bátsins á næsta ári. Þá hafa framlög tveggja báta til endurbyggingar lækkað um 70 þús. kr. frá því, sem þau voru á yfirstandandi ári.

Niðurstöður af till. n, um heildarframlög til flóabáta og vöruflutninga nema 4 millj. 58 þús. kr. Eins og brtt, n. á þskj. 180, VI, ber með sér, er þetta örlítið lægri fjárhæð en veitt var til þessarar þjónustu á yfirstandandi ári.

Á fundum n., þar sem fjallað var um þessi mál, kom:fram ákveðinn vilji um það, að þessi þjónusta, sem nú er varið til fé úr ríkissjóði, rúmum 4 millj. kr. árlega, væri tekin til rækilegrar endurskoðunar með það í huga að bæta þjónustuna og koma henni í betra horf og hins vegar athuga, hvort ekki mætti takast að minnka að einhverju leyti það fjármagn, sem nú er varið úr ríkissjóði í þessu skyni. Þar sem þetta er sameiginlegt álit þeirra hv. alþm., sem skipa samvinnunefnd samgöngumála, geri ég ráð fyrir því, að síðar á þessu þingi muni n. flytja till. til þál. um áskorun til hæstv. ríkisstj. um nefndarskipun, sem annist þetta verkefni.

Forstjóri Skipaútgerðar ríkisins hefur nú eins og undanfarin ár verið n. til aðstoðar og veitt henni ýmsar nauðsynlegar upplýsingar í sambandi við rekstur hinna ýmsu flóabáta.

Ég tel óþarft að fara fleiri orðum um nál. og brtt. n. á þskj. 180, en vænti þess, að hv. alþm. geti veitt brtt. n. fylgi sitt.