02.03.1961
Neðri deild: 71. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 576 í C-deild Alþingistíðinda. (2159)

198. mál, búnaðarháskóli

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Út af því, sem hv. 5. þm. Vesturl. (BGr) sagði um annríki hæstv. landbrh., að það hefði staðið í vegi fyrir því, að hann hefði beitt sér fyrir, að þetta mál væri flutt hér á hv. Alþ. eða ríkisstj. hefði flutt það, þá má vel vera, að svo sé, þó að ég telji, að hæstv. ráðherra sé sá dugnaðarmaður, að hann mundi hafa haft möguleika til þess að ýta úr höfn máli, sem þegar var tilbúið. Um það ætla ég hins vegar ekki að fara að karpa neitt hér í hv. d. Það sýnir sig, hvort svo hefur verið. En ef önnur sjónarmið, eins og fjárhagssjónarmið, hefðu ráðið gerðum ráðherrans, þá kemur að því, sem ég tók fram hér áðan, að vonlítið er um afgreiðslu málsins. Það mun rétt vera, að fordæmi eru fyrir því, að einstakir nm. hafi flutt mál, sem þeir hafi unnið að í n., en ég hygg, að venjulega hafi þó svo farið, að þau mál hafi átt lítinn byr hér á hv. Alþ. Ég vona samt, að það fari ekki svo um þetta mál og því megi skila áfram hér í hv. d., þó að ég geti ekki neitað því, að ég sé trúlítill, fyrst fæðinguna bar að með þeim hætti, er hér hefur átt sér stað.